Körfubolti

Karl­maður sakar Howard um kyn­ferðis­brot, mis­þyrmingu og frelsis­sviptingu

Aron Guðmundsson skrifar
Dwight Howard var á sínum tíma leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta
Dwight Howard var á sínum tíma leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta Vísir/Getty

Fyrrum NBA stjarnan Dwig­ht Howard neitar á­sökunum um kyn­ferðis­brot, mis­þyrmingu og frelsi­sviptingu á manni í út­hverfi At­lanta árið 2021.

Það er The Guar­dian sem greinir frá og vitnar miðillinn í dóms­skjöl sem hann hefur í höndunum. Howard, sem varð NBA meistari með liði Los Angeles Lakers árið 2020 og var valinn átta sinnum í stjörnu­lið deildarinnar, vill að málið sem um­ræddur maður hefur nú farið með fyrir dóm­stóla verði látið niður falla.

Howard segist hafa átt í kyn­ferðis­legu sam­neyti við manninn og að það hafi verið með hans sam­þykki. Hann hafnar öllum á­sökunum um að hafa brotið á honum.

Howard og meintur þolandi eru sagðir hafa byrjað að eiga í sam­skiptum í gegnum sam­fé­lags­miðilinn Insta­gram. Þau sam­skipti hafi síðan leitt það af sér að þeir hittust í Suwa­nee, útv­herfi At­lanta í Georgíu­ríki í júlí árið 2021. Þar er Howard sagður hafa brotið kyn­ferðis­lega á manninum.

Lög­maður meinta þolandans segir skjól­stæðing sinn þver­taka fyrir að hafa sam­þykkt að stunda kyn­ferðis­legt sam­neyti með Howard líkt og fyrrum NBA leik­maðurinn heldur fram. Það hafi verið fyrir­séð að Howard myndi grípa til þeirrar varnar.

Lög­manna­t­eymi Howard heldur því hins vegar fram að meinti þolandinn sé að reyna kúga fé út úr honum í skiptum fyrir þögn hans.

Gögnin sem liggja fyrir í málinu inni­halda meðal annars skjá­skot af sam­skiptum Howard við manninn í gegnum Insta­gram á sínum tíma. Ári eftir að meint brot er sagt hafa átt sér stað fór maðurinn til lög­reglunnar og til­kynnti brotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×