Framkonur í verkfalli í kvöld og leik þeirra frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 08:00 Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og félagar hennar í Framliðinu fengu frestun á leik sínum vegna Kvennaverkfallsins. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Fram í handbolta vildi taka þátt í Kvennaverkfallinu í dag eins og flestar konur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands varð við beiðni þeirra. Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni. Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni.
Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira