Benedikt um Milka í kvöld: Hann er undirbúinn fyrir hvað sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 14:30 Dominykas Milka skorar fyrir Keflavík á móti Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tekur á móti Keflavík í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld en þetta er fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í vetur og í fyrsta sinn sem gamli Keflvíkingurinn Dominykas Milka spilar með nágrönnunum á móti sínu gamla liði. „Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
„Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira