Sport

UEFA ákveður að leikur Belga og Svía verði aldrei kláraður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Svía í stúkunni eftir að fréttir fóru að berast af árásinni.
Stuðningsmenn Svía í stúkunni eftir að fréttir fóru að berast af árásinni. Getty/Jean Catuffe

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið það að leikur Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM verði ekki endurtekinn.

Leikmenn og starfsmenn sænska liðsins fréttu af því fyrst í hálfleik að tveir Svíar höfðu verið skotnir til bana í hryðjuverkaárás í miðborg Brussel.

Staðan var 1-1 eftir fyrstu 45 mínúturnar en dómarar ákváðu að hætta af leik af öryggisástæðum en hryðjuverkamaðurinn gekk þá enn laus.

Árásin varð gerð stuttu frá leikvanginum og fórnarlömbin voru tveir Svíar sem voru komnir til Belgíu til að fylgjast með leiknum.

UEFA hefur nú gefið það út að seinni hálfleikurinn verði aldrei kláraður og að opinbera lokatölur hans verði 1-1. Leikurinn skipti engu máli því Belgar voru öruggir inn á EM en Svíar úr leik.

Árásarmaðurinn var 45 ára gamall en hann var skotinn til bana af lögreglu daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×