Tími til að skreppa í skimun! Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifar 19. október 2023 11:01 Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. Markmið átaksins er að draga fram hversu mikilvægt og einfalt það er að mæta í brjóstaskimun og fjölga þeim sem koma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og mikilvægasta forvörnin gegn því er regluleg mæting í brjóstaskimun. Rannsóknir sýna að vel skipulögð brjóstaskimun bjargar mannslífum og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins um 20–30%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aldrei verið hærra hérlendis. Að meðaltali greinast um 260 einstaklingar með brjóstakrabbamein á hverju ári og jafngildir það fimm nýgreiningum á viku. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri í meðferð og lækningu krabbameins. Staðan er hins vegar sú að meirihluti þeirra sem greinast eru með einkenni og þar með komin af forstigi sjúkdómsins, sem dregur úr bæði lífslíkum og lífsgæðum. Enn fremur svarar einungis um helmingur kvenna boði í brjóstaskimun. Það er von okkar að „skrepp í skimun“ átakið hvetji konur til þess að mæta í brjóstaskimun. Boðskapnum er miðlað í gegnum auglýsingaherferð og á Brjóstamiðstöð hanga nú veggspjöld sem kynna herferðina og hvetja konur sem koma í skimun til að leggja okkur lið. Í gegnum Instagram síðu herferðarinnar er hægt að hvetja vini og vandamenn til að bregðast jákvætt við boði í brjóstaskimun. Á síðunni má finna fjölda af deilimyndum og fróðleik. Við hvetjum því sem flest til að skella í eina sjálfu og dreifa boðskapnum! Brjóstaskimun er framkvæmd á Brjóstamiðstöð Landspítala, á sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig fer Brjóstamiðstöð í skipulagðar ferðir um landsbyggðina með brjóstaskimunartæki eftir auglýstum dagsetningum. Samhliða reynum við á Brjóstamiðstöð sífellt að bæta þjónustuna. Skipulagning brjóstaskimunar milli stofnana hefur verið til endurskoðunar og nú er verið að færa allar tímabókanir yfir til Brjóstamiðstöðvar. Með þessari tilfærslu verkefna mun Brjóstamiðstöð sjá bæði um framkvæmd brjóstaskimunar ásamt tímabókun í brjóstaskimun. Þessi breyting á verklagi mun auka enn frekar aðgengi í brjóstaskimun sem vonandi skilar sér í betra mætingarhlutfalli. Önnur nýjung á Brjóstamiðstöð og sem liður í því að færa aðgengi að þjónustu að þörfum nútímans er í gengum Landspítala smáforritið sem má nú nota til að senda skilaboð með ósk um aðstoð eða samband við brjóstateymið. Í tilefni bleiks októbers höfum við einnig framleitt nýja fræðslumynd um brjóstmein með áherslu á að upplýsa um brjóstaskimun, greiningu og meðferðir brjóstmeina ásamt því að skjólstæðingar gáfu innsýn inn í sýna reynslu og baráttu við brjóstakrabbamein. Brjóstamiðstöð hvetur öll sem fá boð í brjóstaskimun að svara kallinu og mæta í skimun. Mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í brjóstaskimun. Skreppum í skimun, dreifum boðskapnum og björgum mannslífum! Átt þú tíma? Höfundur er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeild Landspítala og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 19. október 2023.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun