Gefum skuldabréfum gaum Vignir Þór Sverrisson skrifar 17. október 2023 11:00 Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun