Ísrael, Hamas og Gaza Ólafur Sveinsson skrifar 17. október 2023 09:30 Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ólafur Sveinsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun