Subway Körfuboltakvöld: Mögnuð Þrenna Þóris fyrir Stólana Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 20:45 Þórir Þorbjarnarson með boltann í leik Tindastóls og Álftanes. Vísir/Hulda Margrét Þórir Þorbjarnarson átti frábæran leik þegar Tindastóll lagði Keflavík í Subway-deildinni í gær. Þórir var með þrennu í leiknum og er það fyrsta þrenna leikmanns Tindastóls síðustu fimm árin. Þórir Þorbjarnarson gekk til liðs við Stólana í sumar en hann kom úr atvinnumennsku eftir að hafa leikið með KR fyrstu árin sín í úrvalsdeildinni. Í leiknum gegn Keflavík lék Þórir frábærlega. Hann skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er fyrsta þrefalda tvennan sem leikmaður Tindastóls nær síðan í október árið 2018. Stefán Árni Pálsson, Helgi Már Magnússon og Ómar Örn Sævarsson fóru yfir frammistöðu Þóris í þættinum Subway-körfuboltakvöld í gær. „Tóti er rosalega góður frákastari og á opnum velli er hann einstakur. Síðan er hann að bæta þennan leik hjá sér á hálfum velli. Þegar hann var hjá okkur í KR fannst mér hann bestur þegar hann fékk algjörlega frjálsar hendur. Hann var gjarn á að vera með tapaða bolta en nú er hann búinn að slípa það til,“ sagði Helgi Már Magnússon í þættinum í gær en Helgi Már lék með Þóri hjá KR á sínum tíma. Tindastóll vann 105-88 sigur í leiknum sem var jafn alveg fram í síðasta leikhlutann. „Ég er búinn að spila nokkrum sinnum á móti þessum dreng og búinn að fylgjast með honum í svolítinn tíma. Ég vissi ekki að hann væri svona góður leikstjórnandi. Ég hef séð hann frákasta, séð hann skora og gera fullt af hlutum. Í þessum leik, hvernig hann var að mata samherja sína, fara framhjá manninum sínum, gefa hann út og gefa mönnum skot. Þetta var eiginleiki sem ég hafði ekki séð áður,“ bætti Ómar Sævarsson við. Alla umræðu þeirra Helga Más, Ómars og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Þrenna Þóris Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Sjá meira
Þórir Þorbjarnarson gekk til liðs við Stólana í sumar en hann kom úr atvinnumennsku eftir að hafa leikið með KR fyrstu árin sín í úrvalsdeildinni. Í leiknum gegn Keflavík lék Þórir frábærlega. Hann skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er fyrsta þrefalda tvennan sem leikmaður Tindastóls nær síðan í október árið 2018. Stefán Árni Pálsson, Helgi Már Magnússon og Ómar Örn Sævarsson fóru yfir frammistöðu Þóris í þættinum Subway-körfuboltakvöld í gær. „Tóti er rosalega góður frákastari og á opnum velli er hann einstakur. Síðan er hann að bæta þennan leik hjá sér á hálfum velli. Þegar hann var hjá okkur í KR fannst mér hann bestur þegar hann fékk algjörlega frjálsar hendur. Hann var gjarn á að vera með tapaða bolta en nú er hann búinn að slípa það til,“ sagði Helgi Már Magnússon í þættinum í gær en Helgi Már lék með Þóri hjá KR á sínum tíma. Tindastóll vann 105-88 sigur í leiknum sem var jafn alveg fram í síðasta leikhlutann. „Ég er búinn að spila nokkrum sinnum á móti þessum dreng og búinn að fylgjast með honum í svolítinn tíma. Ég vissi ekki að hann væri svona góður leikstjórnandi. Ég hef séð hann frákasta, séð hann skora og gera fullt af hlutum. Í þessum leik, hvernig hann var að mata samherja sína, fara framhjá manninum sínum, gefa hann út og gefa mönnum skot. Þetta var eiginleiki sem ég hafði ekki séð áður,“ bætti Ómar Sævarsson við. Alla umræðu þeirra Helga Más, Ómars og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Þrenna Þóris
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Sjá meira