Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Freyja Dís Karlsdóttir og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir skrifa 11. október 2023 09:01 Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun