Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Freyja Dís Karlsdóttir og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir skrifa 11. október 2023 09:01 Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun