Skoðun

Gleði­legan ekki-geð­heil­brigðis­dag!

Ásdís Bergþórsdóttir skrifar

Í dag 10. okt er aðal ekki-geðheilbrigðisdagur einhverfra. Hér á landi er hann er oftast bara nefndur Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Á þeim degi berja framámenn í geðheilbrigðismálum sér á brjóst, ýmist vegna frábærs árangur eða bestu tillagna í geðheilbrigðismálum sem fram hafa komið.

Hjá einhverfum er þessi dagur bara enn einn ekki-geðheilbrigðisdagurinn þar sem geðheilsuteymi og heilsugæsla neita að taka við einhverfu fólki með geðrænan vanda af því að það er svo flókið að meðhöndla það við kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, maníu eða geðrofssjúkdómum.

Það þarf nefnilega, að sögn, sérþekkingu til að meðhöndla einhverfa með geðsjúkdóma og þá er nú mikið betra að einhverfir að fái enga þjónustu og læri bara að lifa með því að vera í geðrofi, maníu, þunglyndi eða kvíða - nú eða sleppi því að lifa.

Á þessu ári verða samtals 365 ekki-geðheilbrigðisdagar einhverfra. Á næsta ári verða framfarir en þá verða 366 ekki-geðheilbrigðisdagar. Lengra er víst ekki hægt að ná nema breyta um tímatal.

Á þessum degi skulum við vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Það hefur tekist að útiloka einhverfa nær alveg frá geðheilbrigðisþjónustu á vegum heilsugæslu. Einhverfum með alvarlega geðsjúkdóma er ýtt á heimilslækna og sjálfstætt starfandi sálfræðinga eða þeir eru bara látnir danka einir heima með sinn geðsjúkdóm. Það er svo langt gengið að það má telja orðið vafasamt að greina börn með einhverfu af því að það mun útiloka þau frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar þegar þau verða fullorðinn.

Til hamingju með ekki-geðheilbrigðisdaginn!

Þessi greinarstúfur er tilvísun í Lísu í Undralandi en margir telja að höfundurinn Lewis Carroll hafi verið einhverfur.

Höfundur er sálfræðingur



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Al­einn í heiminum?

Lukka Sigurðardóttir,Katrín Harðardóttir ,Margrét Kristín Blöndal skrifar

Sjá meira


×