Leggja til að tveir riðlar verði spilaðir hér á landi og einnig einn milliriðli Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2023 08:02 Stiven Tobar Valencia er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu og gæti mögulega spilað á HM á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Formaður HSÍ segir að ný þjóðarhöll sé forsenda umsóknar sambandsins um að halda HM í handbolta árið 2029 eða 2031. Hann er nokkuð bjartsýnn á það að heimsmeistaramót verði aftur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira