Leggja til að tveir riðlar verði spilaðir hér á landi og einnig einn milliriðli Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2023 08:02 Stiven Tobar Valencia er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu og gæti mögulega spilað á HM á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Formaður HSÍ segir að ný þjóðarhöll sé forsenda umsóknar sambandsins um að halda HM í handbolta árið 2029 eða 2031. Hann er nokkuð bjartsýnn á það að heimsmeistaramót verði aftur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira