Til hamingju kennarar! Jónína Hauksdóttir skrifar 5. október 2023 09:00 Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun