Nætursilfrið Ingólfur Sverrisson skrifar 3. október 2023 10:00 Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ingólfur Sverrisson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar