Ofbeldi á vinnustöðum Jón Snorrason skrifar 1. október 2023 12:00 Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun