Ærin verkefni vetrarins Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. september 2023 12:01 Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar