Breytum um kúrs Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2023 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun