Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 25. september 2023 08:00 Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar