Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 25. september 2023 08:00 Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun