Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Tómas Guðbjartsson skrifar 25. september 2023 07:00 Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Lax Umhverfismál Tómas Guðbjartsson Fiskeldi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun