Verstappen með níu fingur á titlinum Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 10:32 Max Verstappen með verðlaunagripinn eftir sigurinn í Japan Vísir/Getty Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð. Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð.
Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira