Verstappen lauk tímatökunni á 1:28.877 en næstir á eftir honum komu ökumenn McLaren, þeir Oscar Piastri á 1:29.458 og Lando Norris nokkrum sekúndubrotum á eftir á tímanum 1:29.493.
A papaya sandwich #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/MmcqrwaEw5
— Formula 1 (@F1) September 23, 2023
Verstappen hefur haft algjöra yfirburði á þessu keppnistímabili en hann leiðir keppni ökumanna með 374 stig. Liðsfélagi hans, Sergio Perez, er næstur með 223 stig. Verstappen gat tryggt sér titilinn í Singapúr en niðurstaðan þar gerði það að verkum að nú þarf hann aðeins að bíða.
Stigin raðast nú þannig upp Verstappen getur ekki tryggt sér titilinn um helgina en þegar formúlan fer til Katar helgina 6. - 8. október verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað miðað við hvernig Verstappen hefur ekið í ár og um helgina.
Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum en hann þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn þegar keppni lýkur í Katar. Sigur í Japan á morgun myndi fara langleiðina með að tryggja titilinn.
How we line-up for Sunday at Suzuka! #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/FExn43jw4T
— Formula 1 (@F1) September 23, 2023
Formúla 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin kl. 04:30 að morgni sunnudags.