Gervigreind og höfundaréttur Henry Alexander Henrysson skrifar 21. september 2023 12:31 Í kringum áramót reyni ég yfirleitt að verða mér úti um þau tímarit sem fara skipulega yfir komandi ár og segja frá næstu áskorunum sem mannkynið stendur andspænis. Ég geri þetta til að vera undirbúinn þar sem fjölmiðlar eiga það til að spyrja mig út í siðferðileg álitamál þegar þau koma upp. Best er að vera vel lesinn og búinn að fylgjast með umræðunni erlendis þegar mál rata loks í fréttir á Íslandi. Nú bar svo við að jafnvel vegleg útgáfa tímaritsins The Economist um árið 2023 missti algjörlega af helsta umræðuefni ársins, sem er hin aðgengilega hagnýting á myndandi mál- og myndlíkönum sem í daglegu tali er vísað til sem gervigreindar. Hvert mannsbarn þekkir núna heiti eins og ChatGPT og hefur The Economist birt ótal greinar á árinu sem fjalla eingöngu um þetta efni. Sjálfur hafði ég heyrt af væntanlegum nýjungum á þessu sviði á fundi hjá Evrópuráðinu í nóvember 2022 en enginn gerði sér þá grein fyrir hvað væri í vændum. Nóvemberfundurinn á þessu ári mun varla fjalla um nokkuð annað enda margir á því að hér standi samfélög andspænis einni stærstu siðferðilegu áskorun sem fram hefur komið. Sumar tímaritsgreinar hafa jafnvel spáð því að mennskan sjálf hverfi með tilkomu þessarar tækni. Þó að ég sé persónulega ekki sannfærður um að verstu spár um áhrif á veröldina og mannkynið muni rætast, þá verður ekki horft fram hjá þeim samfélagslegu og siðferðilegu áskorunum sem bíða okkar. Það leið ekki á löngu í vor uns farið var að spyrja erfiðra spurninga um hvað möguleikar þessarar nýju tækni hefðu í för með sér varðandi persónuvernd og höfundarétt. Ítalir voru meira að segja ekki seinir á sér að reyna að banna notkun forrita eins og ChatGPT af þeirri ástæðu. Einnig kviknaði umræða um notkun forritanna út frá spurningum um ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja, virðingu fyrir verkum annarra, skyldur og réttindi í ljósi þessara möguleika og hvað gæti orðið um traust í samfélagi þar sem sköpun og samskipti gætu verið á leið í faðm véla. Höfundarétturinn í sem víðustum skilningi er að margra mati það umræðuefni sem mest þörf er á að ræða á næstu misserum. Höfundar af öllu tagi verða að aðlagast nýjum raunveruleika og fylgjast náið með hvert tækniþróunin leiðir okkur. Augljósustu spurningarnar eru væntanlega tvær. Annars vegar sú hver geti gert tilkall til verka sem sköpuð er með þessari nýju tækni og hvort slík verk verði vernduð af höfundarétti og hins vegar sú hvort og þá hvernig heimilt sé að hagnýta höfundaréttarvarin verk til að þjálfa gervigreind. Varðandi seinni spurningu þá höfum við hingað til búið við flókið kerfi laga og siðreglna (bæði skráðra og óskráðra) hvernig fólk í skapandi greinum vísar til og viðurkennir innblástur sinn og hugmyndir sem fengnar eru að láni. Gervigreindin stendur enn utan þess sáttmála en spurning er hvort mögulegt verði að fylgja henni inn í mannlegt samfélag þar sem borin er virðing fyrir verkum annarra og borin er ábyrgð á eigin verkum. Umræðuefnin eru að minnsta kosti ótal mörg og því hafa félög rithöfunda, tónskálda, ljósmyndara, myndlistarmanna, blaðamanna, kvikmyndagerðarmanna, leikskálda, fræðirita- og kennsluefnihöfunda, og handritshöfunda á Íslandi tekið höndum saman um að halda veglegt málþing 29. september næstkomandi í Kaldalóni Hörpu. Nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum og heimasíðum félaganna. Málþingið mun fara að mestu fram á íslensku en þó hafa verið kallaðir til þrír erlendir sérfræðingar til að styðja við þá kraftmiklu umræðu sem þarf að fara fram á Íslandi um framtíð skapandi greina og sambúð þeirra við gervigreind. Tilgangurinn með málþinginu er að fræða um skapandi möguleika gervigreindar þannig að þátttakendur geti fengið svör og viðbrögð við áhyggjum sínum og vangaveltum. Megin tilgangurinn þarf þó ekki að snúast eingöngu um áhyggjur og óörugga framtíð. Málþingið mun einnig verða vettvangur þar sem fólk getur komið saman og rætt um vonir sínar og væntingar til þessarar nýju tækni. Hver veit nema arfleifð ársins 2023 verði ekki að sú að þá hafi tæknin tekið yfir mikilvægasta svið mannlegrar tilveru heldur hafi tilurð tækninnar látið okkur spyrja okkur löngu tímabærrar spurningar: Í hverju felst mannleg skilnings- og sköpunarþrá? Vonandi mun svarið við þeirri spurningu svo draga fram í dagsljósið hvað það er í menningu okkar sem hefur fyrir löngu fallið í skaut markaðsvæðingar og andlausrar framleiðslu sem gervigreindin mun vafalaust taka yfir. Höfundur situr í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Gervigreind Höfundarréttur Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kringum áramót reyni ég yfirleitt að verða mér úti um þau tímarit sem fara skipulega yfir komandi ár og segja frá næstu áskorunum sem mannkynið stendur andspænis. Ég geri þetta til að vera undirbúinn þar sem fjölmiðlar eiga það til að spyrja mig út í siðferðileg álitamál þegar þau koma upp. Best er að vera vel lesinn og búinn að fylgjast með umræðunni erlendis þegar mál rata loks í fréttir á Íslandi. Nú bar svo við að jafnvel vegleg útgáfa tímaritsins The Economist um árið 2023 missti algjörlega af helsta umræðuefni ársins, sem er hin aðgengilega hagnýting á myndandi mál- og myndlíkönum sem í daglegu tali er vísað til sem gervigreindar. Hvert mannsbarn þekkir núna heiti eins og ChatGPT og hefur The Economist birt ótal greinar á árinu sem fjalla eingöngu um þetta efni. Sjálfur hafði ég heyrt af væntanlegum nýjungum á þessu sviði á fundi hjá Evrópuráðinu í nóvember 2022 en enginn gerði sér þá grein fyrir hvað væri í vændum. Nóvemberfundurinn á þessu ári mun varla fjalla um nokkuð annað enda margir á því að hér standi samfélög andspænis einni stærstu siðferðilegu áskorun sem fram hefur komið. Sumar tímaritsgreinar hafa jafnvel spáð því að mennskan sjálf hverfi með tilkomu þessarar tækni. Þó að ég sé persónulega ekki sannfærður um að verstu spár um áhrif á veröldina og mannkynið muni rætast, þá verður ekki horft fram hjá þeim samfélagslegu og siðferðilegu áskorunum sem bíða okkar. Það leið ekki á löngu í vor uns farið var að spyrja erfiðra spurninga um hvað möguleikar þessarar nýju tækni hefðu í för með sér varðandi persónuvernd og höfundarétt. Ítalir voru meira að segja ekki seinir á sér að reyna að banna notkun forrita eins og ChatGPT af þeirri ástæðu. Einnig kviknaði umræða um notkun forritanna út frá spurningum um ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja, virðingu fyrir verkum annarra, skyldur og réttindi í ljósi þessara möguleika og hvað gæti orðið um traust í samfélagi þar sem sköpun og samskipti gætu verið á leið í faðm véla. Höfundarétturinn í sem víðustum skilningi er að margra mati það umræðuefni sem mest þörf er á að ræða á næstu misserum. Höfundar af öllu tagi verða að aðlagast nýjum raunveruleika og fylgjast náið með hvert tækniþróunin leiðir okkur. Augljósustu spurningarnar eru væntanlega tvær. Annars vegar sú hver geti gert tilkall til verka sem sköpuð er með þessari nýju tækni og hvort slík verk verði vernduð af höfundarétti og hins vegar sú hvort og þá hvernig heimilt sé að hagnýta höfundaréttarvarin verk til að þjálfa gervigreind. Varðandi seinni spurningu þá höfum við hingað til búið við flókið kerfi laga og siðreglna (bæði skráðra og óskráðra) hvernig fólk í skapandi greinum vísar til og viðurkennir innblástur sinn og hugmyndir sem fengnar eru að láni. Gervigreindin stendur enn utan þess sáttmála en spurning er hvort mögulegt verði að fylgja henni inn í mannlegt samfélag þar sem borin er virðing fyrir verkum annarra og borin er ábyrgð á eigin verkum. Umræðuefnin eru að minnsta kosti ótal mörg og því hafa félög rithöfunda, tónskálda, ljósmyndara, myndlistarmanna, blaðamanna, kvikmyndagerðarmanna, leikskálda, fræðirita- og kennsluefnihöfunda, og handritshöfunda á Íslandi tekið höndum saman um að halda veglegt málþing 29. september næstkomandi í Kaldalóni Hörpu. Nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum og heimasíðum félaganna. Málþingið mun fara að mestu fram á íslensku en þó hafa verið kallaðir til þrír erlendir sérfræðingar til að styðja við þá kraftmiklu umræðu sem þarf að fara fram á Íslandi um framtíð skapandi greina og sambúð þeirra við gervigreind. Tilgangurinn með málþinginu er að fræða um skapandi möguleika gervigreindar þannig að þátttakendur geti fengið svör og viðbrögð við áhyggjum sínum og vangaveltum. Megin tilgangurinn þarf þó ekki að snúast eingöngu um áhyggjur og óörugga framtíð. Málþingið mun einnig verða vettvangur þar sem fólk getur komið saman og rætt um vonir sínar og væntingar til þessarar nýju tækni. Hver veit nema arfleifð ársins 2023 verði ekki að sú að þá hafi tæknin tekið yfir mikilvægasta svið mannlegrar tilveru heldur hafi tilurð tækninnar látið okkur spyrja okkur löngu tímabærrar spurningar: Í hverju felst mannleg skilnings- og sköpunarþrá? Vonandi mun svarið við þeirri spurningu svo draga fram í dagsljósið hvað það er í menningu okkar sem hefur fyrir löngu fallið í skaut markaðsvæðingar og andlausrar framleiðslu sem gervigreindin mun vafalaust taka yfir. Höfundur situr í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun