Orkulaus orkuskipti? Jón Trausti Ólafsson skrifar 21. september 2023 09:00 Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun