80 dauðsföll á þessu ári Sigmar Guðmundsson skrifar 21. september 2023 08:00 Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson SÁÁ Geðheilbrigði Fíkn Lyf Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun