80 dauðsföll á þessu ári Sigmar Guðmundsson skrifar 21. september 2023 08:00 Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson SÁÁ Geðheilbrigði Fíkn Lyf Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar