Hvati til orkuskipta Jóna Bjarnadóttir skrifar 22. september 2023 08:00 Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun