Hvati til orkuskipta Jóna Bjarnadóttir skrifar 22. september 2023 08:00 Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun