Munaðarlausir Þingeyingar Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 19. september 2023 10:30 Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar. Allt frá fyrstu tíð hefur Framsýn stéttarfélag fylgst vel með framvindu mála varðandi flugið ásamt hagsmunaaðilum sem talað hafa fyrir mikilvægi flugsamgangna milli þessara landshluta, enda flugleiðin á milli Húsavíkur og Reykjavíkur mikilvægur hlekkur í framtíðar uppbyggingu svæðisins. Framsýn steig mikilvægt skref vorið 2014 með því að gera samkomulag við Flugfélagið Erni um aðgengi félagsmanna að ódýrum flugfargjöldum enda kostnaðarsamur liður í heimilisbókhaldinu hjá mörgum. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið uppfærður reglulega með hagsmuni félagsmanna og samfélagsins í Þingeyjarsýslum að leiðarljósi. Samningsaðilar eru sammála um að báðir aðilar hafi hagnast á samstarfinu. Frá árinu 2012 hafa allt að 20.000 farþegar flogið um Húsavíkurflugvöll á ári með Flugfélaginu Erni. Farþegafjöldinn náði hámarki árið 2016. Á þeim tíma stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka og á Þeistareykjum. Eðlilega er farþegafjöldinn ekki sá sami í dag og hann var á þeim tíma. Verði fluginu viðhaldið er alveg ljóst að farþegum um Húsavíkurflugvöll á bara eftir að fjölga, enda fyrirsjáanlegur gríðarlegur uppgangur í atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum á komandi árum. Ljóst er að heimamenn hafa verulegar áhyggjur af stöðu áætlunarflugs til Húsavíkur svo vitnað sé í yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum síðustu daga, ekki síst frá stéttarfélögum sem leitt hafa umræðuna, ferðaþjónustuaðilum, Húsavíkurstofu, SSNE, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Með þessari grein vil ég skora á þingmenn Norðausturkjördæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur með fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. Komi ekki til opinbers stuðnings, með sambærilegum hætti og til annarra flugvalla á Íslandi, mun áætlunarflug til Húsavíkur leggjast af um næstu mánaðamót. Ætla þingmenn Norðausturkjördæmis virkilega að láta það gerast á sinni vakt að áætlunarflug og jafnvel sjúkraflug til Húsavíkur leggist af? Hafa þingmenn engar áhyggjur af stöðu flugmála, nú þegar stefnir í algjöra einokun á áætlunarflugi á Íslandi, þar sem vísbendingar eru um að Flugfélagið Ernir geti ekki mætt þeim mikla mótbyr sem flugfélagið býr við um þessar mundir. Það er þrátt fyrir farsæla sögu frá stofnun þess árið 1970 er viðkemur leiguflugi, áætlunarflugi og sjúkraflugi? Nánast allt áætlunarflug innanlands er ríkisstyrkt með beinum eða óbeinum hætti. Þá þekkja flestir söguna að því þegar Flugleiðir fengu fyrir fáeinum árum ríkisábyrgð upp á 16 milljarða. Á svipuðum tíma var ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair. Sameinað félag er með eignarhlut í Norlandair sem hægt og bítandi hefur verið að ná flestum ríkisstyrktum áfangastöðum á landsbyggðinni, auk sjúkraflugsins sem Mýflug hefur séð um til fjölda ára með miklum ágætum. Vaknið þingmenn! Framsýn hefur á fundum með stjórnvöldum talað fyrir því að flugsamgöngur við Húsavík verði tryggðar með sambærilegum hætti og gert er í dag til annarra áfangastaða á Íslandi. Stjórnvöld geta ekki komið sér hjá því að styðja við bakið á þeirri áætlunarleið líkt og gert er til flestra annarra áætlunarstaða innanlands. Það stenst einfaldlega hvorki skoðun né samkeppnissjónarmið. Um er að ræða afar mikilvægt mál fyrir íbúa Þingeyjarsýslna og aðra þá sem velja að ferðast til og frá svæðinu, svo ekki sé talað um atvinnulífið sem treystir á öruggt áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem neyðist til að ferðast landshorna á milli með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til að leita sér sérfræðiþjónustu sem stendur þeim einungis til boða í Reykjavík. Heimamenn munu því sannarlega ekki skorast undan því að styðja vel við flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur, enda sparar flugið bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Hvað það varðar hafa forsvarsmenn Framsýnar fundað með forsætisráðherra, samgöngumálaráðherra og þingmönnum kjördæmisins varðandi áhyggjur félagsins, auk þess að gera Samkeppniseftirlitinu viðvart varðandi fákeppnina sem er að myndast í innanlandsfluginu á vakt núverandi stjórnvalda. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvörp sem voru samþykkt á Alþingi haustið 2020 og varða ríkisaðstoð til handa Icelandair er skýrt tekið fram að á þeim mörkuðum sem félagið og dótturfélög þess starfa, hafi eftirlitið verulegar áhyggjur af áhrifum ríkisaðstoðarinnar á samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Þar kemur einnig fram að Air Iceland Connect (nú Icelandair) njóti mikilla yfirburða í innanlandsflugi. Það er á stærstu flugleiðum innanlands frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flugfélagið hafi nánast haft einokunarstöðu á flugi innanlands allt frá árinu 2000 þegar Íslandsflug hætti samkeppnisflugi á leiðunum. Ljóst sé að ríkisaðstoð sem styddi við rekstur Air Iceland Connect/Icelandair myndi hafa skaðleg áhrif á fyrirtæki á borð við Flugfélagið Erni í innanlandsflugi segir jafnframt í umsögninni. Spurt er, hvernig ætla þingmenn að bregðast við stöðunni sem endurspeglast í áliti Samkeppniseftirlitsins um að ríkisábyrgð gæti haft skaðleg áhrif á minni flugfélög á Íslandi, sem nú hefur gengið eftir? Þá er spurt, ætlið þið að taka málið upp til umræðu á Alþingi, þar sem áhyggjur Samkeppniseftirlitsins eru að raungerast? Til viðbótar má geta þess að þegar talað er um að unnið hafi verið gegn starfsemi Flugfélagsins Ernis er við hæfi að vitna t.d. í nýlegt viðtal sem Viðskiptablaðið tók við Hörð Guðmundsson fyrrverandi eiganda flugfélagsins sem segir í viðtalinu að heimsfaraldurinn hafi verið flugfélaginu mjög erfiður; „Hann var erfiðari fyrir okkur en sem dæmi Flugfélag Íslands, sem sameinaðist móðurfélaginu nokkrum dögum áður en lögin um hlutabótaleiðina voru samþykkt. Þar með gat Flugfélag Íslands sagt upp öllu sínu fólki og ríkið borgaði uppsagnarfrestinn ásamt öllum kostnaði. Þetta gátum við ekki gert. Ef við ætluðum að segja einhverjum upp þá urðum við að borga viðkomandi 100% laun. Þessi tími reyndist okkur mjög erfiður." Að lokum þetta. Ég kalla eftir því að þingmenn Norðausturkjördæmis gefi upp afstöðu sína til frekari ætlunarflugs milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Eruð þið í liði með Þingeyingum að tryggja öruggar flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá og með 1. október 2023 eða ekki? Ég skal fúslega viðurkenna að ég reikna ekki með svörum við þessari grein frá ráðherra samgöngumála eða þingmönnum kjördæmisins. Því miður virðist áhugaleysið vera nánast algjört, það mun skýrast á næstu dögum hvort það reynist vera rétt eða ekki. Vonandi hef ég rangt fyrir mér um að Þingeyingar séu munaðarlausir. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Þingeyjarsveit Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar. Allt frá fyrstu tíð hefur Framsýn stéttarfélag fylgst vel með framvindu mála varðandi flugið ásamt hagsmunaaðilum sem talað hafa fyrir mikilvægi flugsamgangna milli þessara landshluta, enda flugleiðin á milli Húsavíkur og Reykjavíkur mikilvægur hlekkur í framtíðar uppbyggingu svæðisins. Framsýn steig mikilvægt skref vorið 2014 með því að gera samkomulag við Flugfélagið Erni um aðgengi félagsmanna að ódýrum flugfargjöldum enda kostnaðarsamur liður í heimilisbókhaldinu hjá mörgum. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið uppfærður reglulega með hagsmuni félagsmanna og samfélagsins í Þingeyjarsýslum að leiðarljósi. Samningsaðilar eru sammála um að báðir aðilar hafi hagnast á samstarfinu. Frá árinu 2012 hafa allt að 20.000 farþegar flogið um Húsavíkurflugvöll á ári með Flugfélaginu Erni. Farþegafjöldinn náði hámarki árið 2016. Á þeim tíma stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka og á Þeistareykjum. Eðlilega er farþegafjöldinn ekki sá sami í dag og hann var á þeim tíma. Verði fluginu viðhaldið er alveg ljóst að farþegum um Húsavíkurflugvöll á bara eftir að fjölga, enda fyrirsjáanlegur gríðarlegur uppgangur í atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum á komandi árum. Ljóst er að heimamenn hafa verulegar áhyggjur af stöðu áætlunarflugs til Húsavíkur svo vitnað sé í yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum síðustu daga, ekki síst frá stéttarfélögum sem leitt hafa umræðuna, ferðaþjónustuaðilum, Húsavíkurstofu, SSNE, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Með þessari grein vil ég skora á þingmenn Norðausturkjördæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur með fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. Komi ekki til opinbers stuðnings, með sambærilegum hætti og til annarra flugvalla á Íslandi, mun áætlunarflug til Húsavíkur leggjast af um næstu mánaðamót. Ætla þingmenn Norðausturkjördæmis virkilega að láta það gerast á sinni vakt að áætlunarflug og jafnvel sjúkraflug til Húsavíkur leggist af? Hafa þingmenn engar áhyggjur af stöðu flugmála, nú þegar stefnir í algjöra einokun á áætlunarflugi á Íslandi, þar sem vísbendingar eru um að Flugfélagið Ernir geti ekki mætt þeim mikla mótbyr sem flugfélagið býr við um þessar mundir. Það er þrátt fyrir farsæla sögu frá stofnun þess árið 1970 er viðkemur leiguflugi, áætlunarflugi og sjúkraflugi? Nánast allt áætlunarflug innanlands er ríkisstyrkt með beinum eða óbeinum hætti. Þá þekkja flestir söguna að því þegar Flugleiðir fengu fyrir fáeinum árum ríkisábyrgð upp á 16 milljarða. Á svipuðum tíma var ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair. Sameinað félag er með eignarhlut í Norlandair sem hægt og bítandi hefur verið að ná flestum ríkisstyrktum áfangastöðum á landsbyggðinni, auk sjúkraflugsins sem Mýflug hefur séð um til fjölda ára með miklum ágætum. Vaknið þingmenn! Framsýn hefur á fundum með stjórnvöldum talað fyrir því að flugsamgöngur við Húsavík verði tryggðar með sambærilegum hætti og gert er í dag til annarra áfangastaða á Íslandi. Stjórnvöld geta ekki komið sér hjá því að styðja við bakið á þeirri áætlunarleið líkt og gert er til flestra annarra áætlunarstaða innanlands. Það stenst einfaldlega hvorki skoðun né samkeppnissjónarmið. Um er að ræða afar mikilvægt mál fyrir íbúa Þingeyjarsýslna og aðra þá sem velja að ferðast til og frá svæðinu, svo ekki sé talað um atvinnulífið sem treystir á öruggt áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem neyðist til að ferðast landshorna á milli með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til að leita sér sérfræðiþjónustu sem stendur þeim einungis til boða í Reykjavík. Heimamenn munu því sannarlega ekki skorast undan því að styðja vel við flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur, enda sparar flugið bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Hvað það varðar hafa forsvarsmenn Framsýnar fundað með forsætisráðherra, samgöngumálaráðherra og þingmönnum kjördæmisins varðandi áhyggjur félagsins, auk þess að gera Samkeppniseftirlitinu viðvart varðandi fákeppnina sem er að myndast í innanlandsfluginu á vakt núverandi stjórnvalda. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvörp sem voru samþykkt á Alþingi haustið 2020 og varða ríkisaðstoð til handa Icelandair er skýrt tekið fram að á þeim mörkuðum sem félagið og dótturfélög þess starfa, hafi eftirlitið verulegar áhyggjur af áhrifum ríkisaðstoðarinnar á samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Þar kemur einnig fram að Air Iceland Connect (nú Icelandair) njóti mikilla yfirburða í innanlandsflugi. Það er á stærstu flugleiðum innanlands frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flugfélagið hafi nánast haft einokunarstöðu á flugi innanlands allt frá árinu 2000 þegar Íslandsflug hætti samkeppnisflugi á leiðunum. Ljóst sé að ríkisaðstoð sem styddi við rekstur Air Iceland Connect/Icelandair myndi hafa skaðleg áhrif á fyrirtæki á borð við Flugfélagið Erni í innanlandsflugi segir jafnframt í umsögninni. Spurt er, hvernig ætla þingmenn að bregðast við stöðunni sem endurspeglast í áliti Samkeppniseftirlitsins um að ríkisábyrgð gæti haft skaðleg áhrif á minni flugfélög á Íslandi, sem nú hefur gengið eftir? Þá er spurt, ætlið þið að taka málið upp til umræðu á Alþingi, þar sem áhyggjur Samkeppniseftirlitsins eru að raungerast? Til viðbótar má geta þess að þegar talað er um að unnið hafi verið gegn starfsemi Flugfélagsins Ernis er við hæfi að vitna t.d. í nýlegt viðtal sem Viðskiptablaðið tók við Hörð Guðmundsson fyrrverandi eiganda flugfélagsins sem segir í viðtalinu að heimsfaraldurinn hafi verið flugfélaginu mjög erfiður; „Hann var erfiðari fyrir okkur en sem dæmi Flugfélag Íslands, sem sameinaðist móðurfélaginu nokkrum dögum áður en lögin um hlutabótaleiðina voru samþykkt. Þar með gat Flugfélag Íslands sagt upp öllu sínu fólki og ríkið borgaði uppsagnarfrestinn ásamt öllum kostnaði. Þetta gátum við ekki gert. Ef við ætluðum að segja einhverjum upp þá urðum við að borga viðkomandi 100% laun. Þessi tími reyndist okkur mjög erfiður." Að lokum þetta. Ég kalla eftir því að þingmenn Norðausturkjördæmis gefi upp afstöðu sína til frekari ætlunarflugs milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Eruð þið í liði með Þingeyingum að tryggja öruggar flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá og með 1. október 2023 eða ekki? Ég skal fúslega viðurkenna að ég reikna ekki með svörum við þessari grein frá ráðherra samgöngumála eða þingmönnum kjördæmisins. Því miður virðist áhugaleysið vera nánast algjört, það mun skýrast á næstu dögum hvort það reynist vera rétt eða ekki. Vonandi hef ég rangt fyrir mér um að Þingeyingar séu munaðarlausir. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun