Viðskipti innlent

Ráðin kynningar- og markaðs­stjóri menningar­mála í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Vigdís Másdóttir.
Vigdís Másdóttir. Aðsend

Vigdís Másdóttir hefur verið ráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi.

Í tilkynningu segir að hún hafi verið valin úr hópi 120 umsækjenda um starfið.

„Vigdís starfað síðast sem kynningarstjóri Listaháskóla Íslands þar sem hún stýrði öllu kynningar-, markaðs-, og viðburðastarfi skólans og fór fyrir teymi verkefnastjóra þvert á skólann og deilda innan hans. 

Vigdís hefur áralanga reynslu í viðburðahaldi auk þess sem hún hefur unnið að fjölbreyttum markaðstengdum verkefnum. 

Vigdís er með meistaragráðu í listkennslu og leikarapróf frá Listaháskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×