Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 14:06 Carlos Sainz fagnaði sigri í Singapúr í dag. Kym Illman/Getty Images Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð. Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira