Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 18:29 Miriam Margolyes segir Steve Martin hafa kýlt sig og skellt hurðum á sig við tökur á Litlu hryllingsbúðinni. Steve Martin kannast ekki við neitt slíkt. EPA/Getty Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira