Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Elís Pétur Elísson skrifa 23. apríl 2022 09:30 Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Málefni Suðurfjarðarvegar hafa lengi verið til umfjöllunar og öllum ætti að vera ljóst að ástand vegarins ekki boðlegt fyrir Þjóðveg 1 og þann mikla umferðarþunga sem um veginn fer á degi hverjum. Framsókn í Fjarðabyggð hefur síðustu ár, líkt og aðrir flokkar í bæjarstjórn, barist ötullega fyrir því að Suðurfjarðarvegur verði settur í forgang í samgönguáætlun. Þrátt fyrir að hans sé nú getið á þriðja hluta þeirrar áætlunar, árið 2030-34, teljum við það langt frá því að vera nóg. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar verður því áfram að vera að þrýsta á ríkisvaldið um að endurbótum Suðurfjarðarvegar verði flýtt – en hvernig er best að nálgast það verkefni? Í huga Framsóknarmanna í Fjarðabyggð er nauðsynlegt að huga að nýjum nálgunum í málinu til að reyna að koma því áfram og tryggja að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og kostur er. En hvað er til ráða? Eins og áður sagði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð verið óþrjótandi við að þrýsta á um að flýta endurbótum við Suðurfjarðarveg en ekki hefur enn tekist að ýta þeim framar í samgönguáætlun. Framkvæmd við endurbætur Suðurfjarðarvegar er stór framkvæmd, enda um langan veg að ræða þar sem ýmis verkefni bíða, auk þess sem samgöngubætur annarsstaðar á landinu hafa að sjálfsögðu áhrif á stöðu mála. Það er ljóst að þessi fíll verður ekki gleyptur í einum bita, það er ekki raunhæft. Þurfum við þá ekki nýja nálgun? Framsókn í Fjarðabyggð mun því leggja fram þá tillögu við samgönguyfirvöld að framkvæmdum við veginn verði skipt í hluta og skapa þannig svigrúm til að hægt verði að flýta framkvæmdum. Þannig verði í forgangi að tvöfalda brýr á veginum; yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Í framhaldi af þessu verði síðan farið í vegakafla á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Stöðvarfirði. Með þessum hætti ætti að vera mögulegt að hefjast fyrr handa við þetta mikilvæga verkefni. Það þolir enga bið. Höfundar eru mannauðs- og öryggisstjóri og framkvæmdastjóri og skipa 4. og 5. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Málefni Suðurfjarðarvegar hafa lengi verið til umfjöllunar og öllum ætti að vera ljóst að ástand vegarins ekki boðlegt fyrir Þjóðveg 1 og þann mikla umferðarþunga sem um veginn fer á degi hverjum. Framsókn í Fjarðabyggð hefur síðustu ár, líkt og aðrir flokkar í bæjarstjórn, barist ötullega fyrir því að Suðurfjarðarvegur verði settur í forgang í samgönguáætlun. Þrátt fyrir að hans sé nú getið á þriðja hluta þeirrar áætlunar, árið 2030-34, teljum við það langt frá því að vera nóg. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar verður því áfram að vera að þrýsta á ríkisvaldið um að endurbótum Suðurfjarðarvegar verði flýtt – en hvernig er best að nálgast það verkefni? Í huga Framsóknarmanna í Fjarðabyggð er nauðsynlegt að huga að nýjum nálgunum í málinu til að reyna að koma því áfram og tryggja að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og kostur er. En hvað er til ráða? Eins og áður sagði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð verið óþrjótandi við að þrýsta á um að flýta endurbótum við Suðurfjarðarveg en ekki hefur enn tekist að ýta þeim framar í samgönguáætlun. Framkvæmd við endurbætur Suðurfjarðarvegar er stór framkvæmd, enda um langan veg að ræða þar sem ýmis verkefni bíða, auk þess sem samgöngubætur annarsstaðar á landinu hafa að sjálfsögðu áhrif á stöðu mála. Það er ljóst að þessi fíll verður ekki gleyptur í einum bita, það er ekki raunhæft. Þurfum við þá ekki nýja nálgun? Framsókn í Fjarðabyggð mun því leggja fram þá tillögu við samgönguyfirvöld að framkvæmdum við veginn verði skipt í hluta og skapa þannig svigrúm til að hægt verði að flýta framkvæmdum. Þannig verði í forgangi að tvöfalda brýr á veginum; yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Í framhaldi af þessu verði síðan farið í vegakafla á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Stöðvarfirði. Með þessum hætti ætti að vera mögulegt að hefjast fyrr handa við þetta mikilvæga verkefni. Það þolir enga bið. Höfundar eru mannauðs- og öryggisstjóri og framkvæmdastjóri og skipa 4. og 5. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar