Liður í að jafna tækifæri allra barna Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 14. september 2023 11:00 Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar