Versti dagur lífs míns Sigríður Björk Þormar skrifar 10. september 2023 11:00 Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun