Að lifa lífinu með gigt Kristín Magnúsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun