Verður fyrsta lota Borgarlínunnar banabiti hennar eða loka áfangi? Hilmar Þór Björnsson skrifar 5. september 2023 13:00 Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Seltjarnarnes Reykjavík Borgarlína Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frá fyrstu tíð hef ég verið 100% sammála því að rétt sé að ráðast í lagningu Borgarlínunnar sem fyrst. Þegar AR2010-2030 var gefið út fagnaði ég því vegna þess að þar var Borgarlínan og samgönguásinn lykilatriði sem batt höfuðborgina saman í línulega heild. Ég sá fyrir mér að línan yrði austur og vestur á Nesinu frá Eiðistorgi, framhjá HÍ um Miðbæ Reykjavíkur og inn Suðurlandsbraut að Keldum, þar sem nýr Landspítain hefði átt að rísa. Þannig samgönguás með Borgarlínu sem væri studd með öflugu strætó- göngu- og hjólastígakerfi og væri viðurkenning í verki á þeirri þróun sem átt sér stað í borgarskipulaginu siðastliðna öld. Þetta er auðveld framkvæmd sem mundi strax þjóna miklum fjölda fólks væri sjálfbær og vistvæn og hefði getað verið komið í gagnið í dag. Í framhaldinu yrði svo höfuðborgarsvæðið bundið saman með sama hætti með öðrum áfanga Borgarlínunnar sem gengi frá Borgartúni um Kringlumýrarbraut og framhjá Kringlunni, Borgarsjúkrahúsinu, 1400 metra hjóla- eða göngutúr um fallegt svæði til HR, í gegnum miðbæ Kópavogs og Garðabæjar og alla leið suður í Hafnarfjörð. Þessir tveir áfangar mynda heildstæða lausn Borgarlínukerfis alls höfuðborgarsvæðisins sem gæti staðið ein og sér og líklega þyrfti ekki meiri BL í langan tíma. Samgönguás sem gengi frá Borgrtúni eftir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg er líka í samræmi við sögulega þróun höfuðborgarsvæðisins til suðurs frá stríðsárum. Þessar línur væri hægt reka með hagkvæmum hætti með góðri tíðni, 100 % í sérrými án málamiðlanna og forgang á umferðaljósum og snjallvæðingu umferðaljósa almennt. Þarna yrði skýr og augljós munur á strætókerfinu og Borgarlínunni. Þessi lausn yrði líklega vel tekið og af borgurunum og hvati til áframhaldandi þróun kerfisins upp í Mosfellsveit og víðar þegar fram líða stundir og ef þörf verður á. Í núverandi áætlun er svo ruglingsleg og óskýr að fáir skilja hana og er óhemju dýr. Rekstrarkostnaður liggur ekki fyrir. Ekki eru skýr mörk milli strætó og Borgarlínu. Borgarlínan er að verulegum hluta ætlað að ganga í blandaðri umferð samkvæmt áætlunum. Þessi fyrsta lota er svo illa rökstudd að líklegt er að hún verði banabiti allrar áætlunarinar, haldi menn fram sem horfir. Þetta segi ég vegna þess að í fyrstu lotu er kostnaður hvað mestur og hann þjónar ekki nægjanlega mörgum og er ekki heildstæð, heldur ófullburða áfangi. Ekki er ólíklegt að fyrsta lota kosti jafnmikið eða meira en sú hugmynd sem ég mæli hér með. Gert er ráð fyrir að fyrsta lota Borgarlínu verði um óbyggt svæði undir Öskjuhlíð, yfir rándýra Fossvogsbrú og í gegn um þrönga íbúðargötu í fullbyggðu, rótgrónu íbúðarhverfi, Borgarholtsbraut, að Hamraborg. Ég átta mig ekki á af hverju maður vill kosta svona miklu til þess að koma fólki Í Hamraborg. Hvað er svona mikilvægt þar og af hverju á Hamraborg að vera endastöð? Ef áætlanir Aðalskipulags Reykjavíkur ganga eftir og þjónusta, verslun, menntun og atvinnutækifæri verði dreift um borgarhlutana og inn í ibúðahverfin þá munu öflugir hverfiskjarnar myndast. Flest verður í göngufæri og ferðum með einkabíl mun fækka verulega. Það veit engin hvað framtiðin ber í skauti sér og því er óabyrgt að byrja á plani sem engin veit hvað kostar að reka og hvorki eru fjármunir né almenn sannfæring eða sátt um. Það er líklegt að í framtíðinni verði kynntar nýjar lausnir eins og sjálfkeyrandi deilibílar með 10-15 manns sem safar með hjálpsnjallsíma, farþegum saman sem eru á svipaðri leið og skapar þá samgöngunet í stað línu. Það þarf að endurskoða Samgöngusáttmálann og gera á honum róttækar breytingar, Höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínunni og almenningssamgöngum til heilla. Höfundur er arkitekt FAÍ.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun