Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Sigurjón Þórðarson skrifar 5. september 2023 08:31 Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar