Framtíð hvalveiða Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 14:30 Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar