Upplifun seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 28. ágúst 2023 07:31 Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar