Saga fyrrverandi hvalskurðarmanns Kolbeinn Arnbjörnsson skrifar 27. ágúst 2023 14:00 Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti margar ógleymanlegar stundir í Hvalfirði að skera hval. Kynntist góðum vinum, var með frábærann yfirmann og fékk ágætis laun og hafði meira að segja gaman að vinnunni. Svona að mestu leyti. Réttlætingarkerfið vann samt alltaf yfirvinnu. Maður þurfti á því að halda þegar maður sá þessa fallegu risa dregna á land. Þegar maður sá bleik fóstrin við fætur vísindamannanna. En þið borðið kjúkling er það ekki? Er ekki skárra að drepa dýr sem fá allavega að lifa í sínum náttúrulega heimkynnum þar til þau eru skotin en að ala dýr í búrum? Var réttlætingin sem ég greip oftast til. Enda fínustu rök. En það er ekki alltaf hægt að réttlæta vont með verra. Það verður allavega erfitt til lengdar. Öll eigum við okkur kjarnagildi. Þau eru yfirleitt byggð á upplýsingum sem við teljum vera réttar í bland við samkennd og réttsýni. Kjarnagildi geta haft rætur sem liggja djúpt í barnæsku okkar, samfélagi, hefðum og trú. Kjarnagildi eru falleg og samtímis stórhættuleg. Hugtakið „Backfire effect“ kom fram á sjónarsviðið árið 2010 og hefur síðan verið rannsakað í þaula, nýverið af taugasérfræðingum. Í stuttu máli er hægt að útskýra það á þennan hátt: Manneskja A hefur mjög sterka skoðun á ákveðnum málstað, köllum það „kjarnagildi" og byggir þau á rannsóknum (eða jafnvel sögum) sem hafa mögulega ekki verið uppfærð í einhvern tíma. Manneskja B hefur andstæð „kjarnagildi" og eru hennar gildi byggð á rökum sem styðjast við nýjustu upplýsingar. Í samtali milli þessara manneskja sýnir manneskja B sín sönnunargögn sem kollvarpa því sem manneskja A telur rétt. Manneskja A biður um kvittanir. Manneskja B framreiðir þær og á þeim stendur skýrum stöfum með áfestum ljósmyndum og undirskriftum að trú eða kjarnagildi manneskju A séu röng. Það óvænta er að það sem gerist hjá manneskju A er að hún upplifir sömu tilfinningu og ef hún væri að rökræða við hungraðan skógarbjörn. Heilinn undirbýr sig fyrir árás. Hann ræsir sömu stöðvar og þegar þú þarft að berjast fyrir lífi þínu. Það sem gerist samtímis er að það lokast að miklu leyti fyrir rökhugsun. Það eina sem þú vilt gera er að berjast eða flýja. Velji manneskja A að berjast mun hún mögulega afneita öllum þeim rökum og kvittunum sem hafa verið borin á borð fyrir hana. Hún skiptir ekki um skoðun heldur tvíeflist í sinni trú og stendur enn þéttar vörð um kjarnagildin sín. Backfire Effect. Ég man eftir slíkri hegðun hjá mér. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir réttlætingarkerfinu sem ég hannaði. Ég man eftir reiðinni í garð þeirra sem veifuðu kvittununum. Eflaust stend ég í þeim sporum enn þegar kemur að ákveðnum skoðunum en það er gott að hafa þetta í huga þegar maður fer að lesa kvittanirnar. Gæti vantrú mín á því sem verið er að segja verið Backfire effect?Og mikilvægast er að muna: Það má skipta um skoðun. Það má skipta um skoðun. Höfundur er leikari og myndlistarmaður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun