Bannað að tala um peninga Lísbet Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 08:30 Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun