Öfgafullur seðlabanki? Stefán Ólafsson skrifar 23. ágúst 2023 12:30 Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Mest lesið Halldór 14.09.2024 Halldór Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Hver er hin raunverulega ástæða fyrir einangrun Gazasvæðisins? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar Skoðun Að koma í heiminn, að fæðast með öllu því sem verður Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Neyð og mjúkur sandur Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Hryðjuverkaríkið Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun „Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar Skoðun Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar Skoðun Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Mannréttindabarátta í fimmtíu ár Anna Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar Skoðun Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar Skoðun Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar