Hótelfasteignamarkaðurinn Erna Mist skrifar 17. ágúst 2023 12:31 Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun