Hótelfasteignamarkaðurinn Erna Mist skrifar 17. ágúst 2023 12:31 Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun