Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Kristófer Már Maronsson skrifar 10. ágúst 2023 14:30 Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skattar og tollar Íslenskir bankar Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun