Skrifum síðasta kaflann í myrkri sögu kjarnavopna Andrés Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 19:30 Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina. Ein af vonarglætunum þessa dagana er TPNW, Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið það skýrt út að hún ætli ekki að gerast aðili að þessum mikilvæga afvopnunarsamningi. Hér flækist Natóaðildin fyrir, enda virðist það meira í orði kveðnu sem bandalagið stefnir að kjarnavopnalausri veröld. Þó að ríkisstjórnin telji að Ísland geti ekki gerst aðili að TPNW, þá verður hún að finna kjarkinn til að tala fyrir afvopnun af þeim styrk sem hún gæti svo hæglega gert. Eitt getur hún gert – algjörlega áreynslulaust – og það er að senda áheyrnarfulltrúa til að eiga uppbyggilegt samtal við aðildarríki samningsins. Það gerðu fjögur Natóríki í fyrra – Þýskaland, Noregur, Holland og Belgía – en Ísland tók harðlínuafstöðu gegn fundinum og sat heima. Nú er upplagt að endurskoða þá afstöðu ríkisstjórnarinnar: Í lok þessa árs er aftur fundur aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Krefjumst þess að fulltúar Íslands mæti þangað og verði í salnum með þeim sem eru að skrifa lokakaflann að sögunni sem byrjaði með árásunum á Hiroshima og Nagasaki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina. Ein af vonarglætunum þessa dagana er TPNW, Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið það skýrt út að hún ætli ekki að gerast aðili að þessum mikilvæga afvopnunarsamningi. Hér flækist Natóaðildin fyrir, enda virðist það meira í orði kveðnu sem bandalagið stefnir að kjarnavopnalausri veröld. Þó að ríkisstjórnin telji að Ísland geti ekki gerst aðili að TPNW, þá verður hún að finna kjarkinn til að tala fyrir afvopnun af þeim styrk sem hún gæti svo hæglega gert. Eitt getur hún gert – algjörlega áreynslulaust – og það er að senda áheyrnarfulltrúa til að eiga uppbyggilegt samtal við aðildarríki samningsins. Það gerðu fjögur Natóríki í fyrra – Þýskaland, Noregur, Holland og Belgía – en Ísland tók harðlínuafstöðu gegn fundinum og sat heima. Nú er upplagt að endurskoða þá afstöðu ríkisstjórnarinnar: Í lok þessa árs er aftur fundur aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Krefjumst þess að fulltúar Íslands mæti þangað og verði í salnum með þeim sem eru að skrifa lokakaflann að sögunni sem byrjaði með árásunum á Hiroshima og Nagasaki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar