Lömbin þagna Tómas Ellert: Tómasson skrifar 3. ágúst 2023 08:00 Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar