Viðskipti

Fé­lag Bjarna tapar tæpum tveimur milljörðum króna

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Tap á rekstri Iceland Seafood hefur reynst Bjarna dýrkeypt.
Tap á rekstri Iceland Seafood hefur reynst Bjarna dýrkeypt. Vísir/Vilhelm

Fjárfestingarfélagið Sjávarsýn, í eigu Bjarna Ármannssonar, tapaði 1,9 milljörðum króna árið 2022.

Hrein ávöxtun verðbréfa Sjávarsýnar var neikvæð um 2,7 milljarða króna. Að mestu leyti má rekja það til 59 prósenta lækkunar fiskvinnslufyrirtækisins Iceland Seafood.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Rekstur Iceland Seafood í Bretlandi hefur gengið brösuglega. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var tapið 1,5 milljarðar króna. Síðastliðið haust leit út fyrir að kaupandi að starfseminni væri fundinn ytra en samningar tókust ekki.

Fyrir utan Iceland Seafood er Sjávarsýn stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, á 7,3 prósenta hlut í því.

Afkoma dóttur og hlutdeildarfélaga var jákvæð um 469 milljónir króna. Þetta eru meðal annars hreinlætisvörufyrirtækið Tandur og Gasfélagið.

Alls er þetta mikill viðsnúningur á rekstri Sjávarsýnar því árið 2021 var hagnaðurinn 3 milljarðar króna.

Um áramót voru bókfærðar eignir félagsins 10,9 milljarðar króna og eigið fé 9,9 milljarðar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.