Viðskipti „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4.11.2025 22:04 Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Viðskipti innlent 4.11.2025 19:01 Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22 Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. Neytendur 4.11.2025 15:38 Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag. Viðskipti innlent 4.11.2025 13:01 Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Neytendur 4.11.2025 13:01 Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4.11.2025 11:27 Sækja á fjórða milljarð króna Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins. Viðskipti innlent 4.11.2025 11:00 Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4.11.2025 10:31 Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Flugfélagið Icelandair gekk í morgun frá starfslokum við 38 starfsmenn. Flestir sem misstu vinnuna eru starfsfólk á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Forstjórinn segir ákvörðunina mjög erfiða. Viðskipti innlent 4.11.2025 10:25 Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Flestir Íslendingar hætta að vinna kringum 67–70 ára aldurinn en það á þó alls ekki við um alla. Sumir finna enn djúpan tilgang, gleði og orku í starfi sínu, jafnvel löngu eftir að hefðbundnum eftirlaunaaldri er náð. Margir sem halda áfram að vinna eftir sjötugt búa yfir ómetanlegri reynslu, þrautseigju og yfirvegun sem nýtist bæði viðkomandi fyrirtækjunum og samstarfsfólki þeirra. Framúrskarandi fyrirtæki 4.11.2025 09:32 Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur því fram að hann hafi „enga hugmynd“ um hver stofnandi rafmyntarisans Binance er þrátt fyrir að hann hafi náðað hann í síðasta mánuði. Rafmyntafyrirtækið hjálpaði fjölskyldu Trump að hagnast gríðarlega á rafmyntabraski. Viðskipti erlent 4.11.2025 09:22 Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Fyrirtækið Amaroq hefur fundið sjaldgæfa jarðmálma í háum styrk á Suður-Grænlandi. Þetta er fyrsti fundurinn af þessum toga á því leyfissvæði fyrirtækisins þar sem málmarnir fundust eftir að fyrirtækið hóf námuvinnslu á Grænlandi. Greint er frá fundinum í tilkynningu Amaroq ltd. til Kauphallar í morgun. Viðskipti innlent 4.11.2025 08:09 Af hverju hefur lánið ekki lækkað? 40 ára kona spyr: Sæll vertu Björn. Nú keypti ég mér einbýlishús árið 2011, með 40 ára verðtryggðu láni, á 22,5 milljón. Lánið stendur í 21 milljón þrátt fyrir endalausar afborganir. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Getur þú sagt mér það? Viðskipti innlent 4.11.2025 07:03 Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13 Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 3.11.2025 18:59 Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Ferðamálastofa segir farþega eiga að beina kröfum sínum að ferðaskrifstofunni Tango Travel hafi ferðum þeirra verið aflýst enda sé ferðaskristofan starfandi og ekki gjaldþrota. Tango Travel segir Ferðamálastofu afbaka lögin og fara fram með meiðandi hætti. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:33 Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:04 Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:03 Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf 3.11.2025 14:32 25 sagt upp í fiskvinnslu Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nýliðnum októbermánuði þar sem 25 starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Viðskipti innlent 3.11.2025 13:03 „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Stjórnarformaður Húseigendafélagsins segir hættu á því að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. Það gæti mögulega unnið gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 3.11.2025 12:49 „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53 Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:57 Gengi Alvotech hrynur Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:03 „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ Viðskipti innlent 3.11.2025 08:48 Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 07:14 „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17 Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Viðskipti innlent 1.11.2025 22:03 Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað. Neytendur 1.11.2025 20:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4.11.2025 22:04
Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Viðskipti innlent 4.11.2025 19:01
Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22
Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. Neytendur 4.11.2025 15:38
Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag. Viðskipti innlent 4.11.2025 13:01
Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Neytendur 4.11.2025 13:01
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4.11.2025 11:27
Sækja á fjórða milljarð króna Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins. Viðskipti innlent 4.11.2025 11:00
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4.11.2025 10:31
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Flugfélagið Icelandair gekk í morgun frá starfslokum við 38 starfsmenn. Flestir sem misstu vinnuna eru starfsfólk á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Forstjórinn segir ákvörðunina mjög erfiða. Viðskipti innlent 4.11.2025 10:25
Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Flestir Íslendingar hætta að vinna kringum 67–70 ára aldurinn en það á þó alls ekki við um alla. Sumir finna enn djúpan tilgang, gleði og orku í starfi sínu, jafnvel löngu eftir að hefðbundnum eftirlaunaaldri er náð. Margir sem halda áfram að vinna eftir sjötugt búa yfir ómetanlegri reynslu, þrautseigju og yfirvegun sem nýtist bæði viðkomandi fyrirtækjunum og samstarfsfólki þeirra. Framúrskarandi fyrirtæki 4.11.2025 09:32
Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur því fram að hann hafi „enga hugmynd“ um hver stofnandi rafmyntarisans Binance er þrátt fyrir að hann hafi náðað hann í síðasta mánuði. Rafmyntafyrirtækið hjálpaði fjölskyldu Trump að hagnast gríðarlega á rafmyntabraski. Viðskipti erlent 4.11.2025 09:22
Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Fyrirtækið Amaroq hefur fundið sjaldgæfa jarðmálma í háum styrk á Suður-Grænlandi. Þetta er fyrsti fundurinn af þessum toga á því leyfissvæði fyrirtækisins þar sem málmarnir fundust eftir að fyrirtækið hóf námuvinnslu á Grænlandi. Greint er frá fundinum í tilkynningu Amaroq ltd. til Kauphallar í morgun. Viðskipti innlent 4.11.2025 08:09
Af hverju hefur lánið ekki lækkað? 40 ára kona spyr: Sæll vertu Björn. Nú keypti ég mér einbýlishús árið 2011, með 40 ára verðtryggðu láni, á 22,5 milljón. Lánið stendur í 21 milljón þrátt fyrir endalausar afborganir. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Getur þú sagt mér það? Viðskipti innlent 4.11.2025 07:03
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13
Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 3.11.2025 18:59
Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Ferðamálastofa segir farþega eiga að beina kröfum sínum að ferðaskrifstofunni Tango Travel hafi ferðum þeirra verið aflýst enda sé ferðaskristofan starfandi og ekki gjaldþrota. Tango Travel segir Ferðamálastofu afbaka lögin og fara fram með meiðandi hætti. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:33
Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:04
Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:03
Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf 3.11.2025 14:32
25 sagt upp í fiskvinnslu Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nýliðnum októbermánuði þar sem 25 starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Viðskipti innlent 3.11.2025 13:03
„Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Stjórnarformaður Húseigendafélagsins segir hættu á því að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. Það gæti mögulega unnið gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 3.11.2025 12:49
„Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53
Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:57
Gengi Alvotech hrynur Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:03
„Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ Viðskipti innlent 3.11.2025 08:48
Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 07:14
„Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17
Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Viðskipti innlent 1.11.2025 22:03
Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað. Neytendur 1.11.2025 20:00