Viðskipti

„Mikil­vægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“

Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra.

Viðskipti innlent

Aug­lýstu vörur á verði sem ekki stóð neyt­endum til boða

Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins.

Neytendur

Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim mark­miðum“

Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum.

Viðskipti innlent

Seðla­bankinn breytir reglum um greiðslu­byrðar­hlut­fall

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. 

Viðskipti innlent

Hringir viðvörunarbjöllum vegna sam­keppni frá Google

Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins sem er hvað þekktast fyrir ChatGPT mállíkanið sagði starfsmönnum sínum í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að hringja viðvörunarbjöllum þar. Búið væri að lýsa yfir neyðarástandi og er það vegna aukinnar samkeppni frá öðrum fyrirtækjum á sviði gervigreindar, sérstaklega vegna samkeppni frá Google.

Viðskipti erlent

„Brunaútsala“ á hluta­bréfum eftir elds­voðann í Hong Kong

Hlutabréfaverð í danska þjónustufyrirtækinu ISS hrapaði í dönsku kauphöllinni í dag en lækkunin er rakin til stórbrunans í Hong Kong í síðustu viku. Um 7% lækkun er rakin til dótturfélags ISS, EastPoint í Hong Kong, sem ku hafa gegnt lykilhlutverki við framkvæmdir í byggingunum sem sagðar eru hafa orsakað eldsvoðann sem varð yfir 150 manns að bana.

Viðskipti erlent

Vara við listeríu í rifnu grísakjöti

Listería fannst í svínakjötsrétti frá Ali og varar Matvælastofnun neytendur við þremur framleiðslulotum fyrirtækisins á vörunni. Um er að ræða rifið grísakjöt með BBQ-sósu frá framleiðandanum Síld og fiski ehf. en fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Neytendur

Rúmur milljarður til Við­skipta­ráðs og SA á fimm árum

Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. 

Viðskipti innlent

Af­rek að verk­á­ætlun hafi staðist sam­hliða níu eld­gosum

Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. 

Viðskipti innlent

Hvernig bý ég mig undir barn­eignir?

27 ára kona spyr: „Hvernig er best að haga fjárhag í aðdraganda barnseigna? Ég á von á mínu fyrsta barni og vil bæði huga að því hvernig ég fjárfesti í framtíð barnsins t.d. á reikningi sem og hvað ég get gert sem verðandi foreldri sem undirbýr stækkandi fjölskyldu fyrir fjárhagslegar áskoranir sem fylgja barni.“

Viðskipti innlent

Allir í limbói vegna fyrir­hugaðra breytinga á vöru­gjaldi

Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar.

Viðskipti innlent

Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir

Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma.

Viðskipti

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur