Handbolti

47 sentímetra hæðarmunur á nýjum liðsfélögum Elvars og Arnars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dainis Kristopans er engin smásmíði en hér er hann í leik með Paris Saint Germain í Meistaradeildinni.
Dainis Kristopans er engin smásmíði en hér er hann í leik með Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Getty/ Jean Catuffe

Íslendingaliðið MT Melsungen er að styrkja sig fyrir átökin í Bundesligu handboltans á næstu leiktíð. Það má segja að liðið sé að bæta við sig leikmönnum af ýmsum stærðum og gerðum.

Liðið samdi við lettnesku skyttuna Dainis Kristopans og spænska leikstjórnandann Erik Balenciaga. Kristopans er að koma frá franska stórliðinu Paris Saint-Germain en Balenciaga frá franska liðinu Fenix Toulouse.

Þeir verða nú liðfélagar íslensku landsliðsmannanna Elvars Arnar Jónssonar og Arnars Freys Arnarssonar.

Það sem vekur kannski mesta athygli af myndum af nýju leikmönnum Melsungen er hæðarmunurinn.

Dainis Kristopans er 215 sentímetrar á hæð en Erik Balenciaga er aðeins 168 sentímetrar á hæð. Það er því 47 sentímetra hæðarmunur á þeim félögum eins og Rasmus Boysen benti á hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×