Á degi leiðtogafundar NATO í Litháen Ámundi Loftsson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Hernaður NATO Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun