Körfubolti

Elvar Már til Grikklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már Friðriksson er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson er lykilmaður í íslenska landsliðinu. vísir/bára

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við PAOK í Grikklandi. Hann kemur til liðsins frá Rytas Vilnius í Litáen.

Á síðasta tímabili var Elvar með 8,9 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í deildarleik með Rytas Vilnius. Í Meistaradeild Evrópu var hann með 11,3 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Rytas Vilnius komst í sextán liða úrslit keppninnar, á kostnað PAOK.

Elvar hefur átt farsælan feril sem atvinnumaður. Njarðvíkingurinn varð sænskur meistari með Borås Basket og stoðsendingahæstur í sænsku úrvalsdeildinni og valinn besti bakvörður hennar.

Elvar var svo valinn besti leikmaður litáísku deildarinnar 2021 þegar hann lék með Siauliai og var stoðsendingahæsti leikmaður BNXT deildarinnar ári seinna þegar hann lék með Antwerp Giants.

Á síðasta tímabili lenti PAOK í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar og tapaði fyrir Olympiacos, 3-0, í undanúrslitum úrslitakeppninnar. PAOK hefur tvisvar sinnum orðið grískur meistari, síðast 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×